Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6021 svör fundust

Hvað heldur sólkerfinu saman?

Þyngdarkrafturinn, sami kraftur og heldur okkur á jörðinni, heldur öllu sólkerfinu saman. Í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? segir: Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við mass...

Nánar

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...

Nánar

Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?

Almennt er talað um að í mannslíkamanum séu 206 bein. Þar af mynda 80 bein sjálfa beinagrindina en 126 bein eru eins konar fylgihlutir eða viðhengi út frá beinagrindinni. Lærleggurinn er lengsta, þyngsta, sterkasta og stærsta bein beinagrindarinnar. Minnsta beinið er ístaðið, sem er eitt þriggja smábeina í miðeyra...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?

Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...

Nánar

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?

Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...

Nánar

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

Nánar

Hvað er innkirtlakerfi?

Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...

Nánar

Hvað eru efnatengi?

Efnatengi (e. chemical bond) nefnist samtenging tveggja atóma í sameind.Sameindir eru samsafn atóma (frumeinda) sem tengd eru saman með efnatengjum. Efnatengi milli atóma geta myndast ef orka samtengingarinnar er lægri en orka ótengdra atóma, það er ef samtengingin er orkustöðugra form en orka stakra atómanna.Þega...

Nánar

Af hverju heyrist garnagaul?

Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul. Á ens...

Nánar

Hvað er sleglatif?

Hjartað skiptist í fjögur hólf. Efri hólfin tvö kallast gáttir og þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þaðan er blóðinu dælt út í líkamann. Tvö efri hólf hjartans kallast gáttir. Þau taka við blóðinu frá líkamanum. Neðri hólfin tvö kallast sleglar eða hvolf og þau sj...

Nánar

Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum, um umframbyrði skatta, þá geta skattar haft ýmis áhrif á hegðan manna. Með talsverðri einföldun má lýsa helstu áhrifunum þannig að fólk hafi yfirleitt tilhneigingu til að koma sér hjá skattgreiðslum. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri, því sterkari er þessi tilhn...

Nánar

Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?

Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...

Nánar

Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?

Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar. Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson próf...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tilraunir til að nota plast sem leiðara?

Plast er samsett úr mjög löngum sameindum sem nefnast fjölliður. Mörg efni í kringum okkur eru fjölliður, nægir að nefna plast í ýmsum myndum, nælon og ýmis efni notuð í fatnað, húsgögn og margt annað. Í flestum tilfellum eru þessi efni einangrarar; leiða ekki rafstraum. Hægt er að breyta rafeiginleikum þeirra með...

Nánar

Hefur andefni and-aðdráttarafl? Hrindir það efni frá sér?

Þegar vísindamenn settu fyrst fram kenningar um andefni héldu ýmsir að það hefði neikvæðan massa og myndi því hrinda venjulegu efni frá sér. Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að búa til andþyngdarafl? þá kom í ljós þegar mönnum tókst að búa til andefni að það hefur jákvæð...

Nánar

Fleiri niðurstöður